Meirihluti ljósmæðra á Landspítalanum hættir að taka að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 08:37 Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48