Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Birna Einarsdóttir bankastjóri segir Íslandsbanka nú þegar hafa undirbúið sig í marga mánuði. Vísir/eyþór „Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
„Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira