Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2018 08:00 Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Pjetur Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira