Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 18:30 Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44