Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 15:29 Mótmælendur hafa atað höfuðstöðvar Novartis í Grikklandi út í málningu. Fyrirtækið er sakað um að múta stjórnmálamönnum, embættismönnum og læknum þar og um að blása upp lyfjaverð. Vísir/AFP Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17