Sport

Lamdi kærustuna og kastaði hundinum þvert yfir stofuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Foster í búningi 49ers.
Foster í búningi 49ers. vísir/getty
NFL-leikmaðurinn Reuben Foster er í vondum málum eftir að hafa gengið í skrokk á unnustu sinni og þess utan farið illa með hundinn hennar.

Lögreglan kom á heimili þeirra í byrjun febrúar og þá var unnustan í mjög vondu standi. Í yfirlýsingu frá lögreglu kom fram að Foster hefði kýlt unnustuna, Elisa Ennis, átta til tíu sinnum í andlitið og svo dregið hana út úr húsinu á hárinu.

Í lögregluskýrslu kemur fram að Foster hafi brotið báða síma Ennis er hún reyndi að hringja í neyðarlínuna. Hann kastaði svo hundinum hennar þvert yfir stofuna en hundurinn slapp ómeiddur. Hann ógnaði Ennis þess utan með skotvopni.

Ennis hefur dregið ásakanir sínar í garð Foster til baka en saksóknaraembættið tekur lítið mark á því og er að keyra málið gegn Foster áfram af fullum krafti. Hann neitar sök í málinu.

Foster var valinn af San Francisco 49ers í nýliðavalinu árið 2017 og er enn á samningi hjá félaginu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×