Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 12:03 Haspel hefur unnið fyrir CIA frá árinu 1985. Hún yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni. Vísir/AFP Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30