Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Atli er hörmulega lélegur varnarmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli er hér við það að skora sigurmarkið í leiknum.
Atli er hér við það að skora sigurmarkið í leiknum. vísir/bára
Innkoma Atla Sigurjónssonar gegn Stjörnunni um síðustu helgi verður lengi í minnum höfð. Á um stundarfjórðungi tókst honum að fá tvö gul spjöld og skora sigurmark.

Strákarnir í Pepsimörkunum fóru yfir þessa innkomu. Þeim fannst fyrra gula spjaldið sem hann fékk vera frekar ódýrt en voru einnig sammála að seinna gula hefði jafnvel verðskuldað beint rautt.

„Hann er hátt uppi eftir að hafa skorað þetta mark og er auðvitað hörmulega lélegur varnarmaður. Hvað þá í skallaeinvígjum. Hann fór bara upp í þennan bolta því hann var svo hátt uppi í lífinu á þessu augnabliki. Hann hefði bara átt að sleppa þessu,“ sagði Freyr Alexandersson, einn af sérfræðingum Pepsimarkanna.

Sjá má skrautlega innkomu Atla hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×