Íslenski boltinn

Rúnar Páll um meiðslin: Þetta er enginn heimsendir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það reynir á Rúnar Pál næstu vikurnar.
Það reynir á Rúnar Pál næstu vikurnar.
Áföllin hafa dunið á Stjörnunni í upphafi leiktíðar og nú þegar eru fjórir sterkir leikmenn liðsins komnir á meiðslalistann.

Markvörðurinn Haraldur Björnsson og sóknarmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson eru frá eftir að hafa fengið höfuðhögg og ómögulegt að segja hvenær þeir snúa til baka. Svo eru Jóhann Laxdal og Jósef Kristinn Jósefsson tognaðir.

„Ævari líður ekkert sérstaklega vel og er mjög langt niðri. Hans bataferli er hægt. Er með stingandi hausverk allan daginn og þreyttur. Þetta lítur ekkert allt of vel út,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í Pepsimörkunum.

„Haraldur var með hausverk daginn eftir leik og Frikki sjúkraþjálfari vill meina að hann verði frá í margar vikur. Hann er reyndar oft ansi dramatískur. Nei, nei við förum eftir þessu ferli sem þarf að gera og höfum alltaf gert það. Heilsa leikmannsins skiptir öllu máli.“

Þetta er ansi mikil blóðtaka fyrir Stjörnumenn þegar aðeins tvær umferðir eru búnar af Pepsi-deildinni.

„Þetta lítur helvíti vel út núna,“ sagði Rúnar kaldhæðnislega en þrátt fyrir meiðslin og skorti á stigasöfnun þá er hann ekkert að missa sig í volæði.

„Þetta er enginn heimsendir. Við ætlum ekki að grafa okkar eigin gröf eftir tvo leiki. Við höfum spilað ágætlega.“

Sjá má viðtalið við Rúnar hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×