Bandarískir sjóðir keyptu í Marel fyrir um 1.500 milljónir Hörður Ægisson skrifar 9. maí 2018 07:00 Hlutabréfaverð í Marel hefur hækkað um liðlega 20 prósent það sem af er þessu ári. Vísir/Gva Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, keyptu nýlega í Marel fyrir tæplega 1.500 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Marels í gær, sem Markaðurinn hefur séð, eiga sjóðirnir samanlagt 3,85 milljónir hluta í félaginu, eða sem nemur um 0,56 prósenta eignarhlut. Þannig á hlutabréfasjóðurinn SMALLCAP World Fund rúmlega 2,9 milljónir hluta í Marel í dag á meðan sjóðurinn American Fund Insurance Series fer með liðlega 928 þúsund hluti í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins komu sjóðirnir fyrst inn í hluthafahóp Marels í síðasta mánuði en það var Arion banki sem hafði milligöngu með kaupum þeirra á bréfum í félaginu. Bandaríska fyrirtækið Capital Group, eitt stærsta og elsta eignastýringarfyrirtæki í heiminum, er samtals með eignir í stýringu að jafnvirði um 1,7 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Núverandi eignarhlutur bandarísku sjóðanna skilar þeim ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Eini erlendi fjárfestirinn í þeim hópi er bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjöundi stærsti hluthafi félagsins með 3,34 prósenta eignarhlut, sem kom inn í hluthafahóp Marels í febrúar í fyrra þegar það keypti hlut af Eyri Invest. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega tuttugu prósent á þessu ári og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 383 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 282 milljörðum króna.Stærst í Kauphöllinni Afkoma fyrirtækisins undanfarin misseri hefur verið afar góð. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu tekjur Marels rúmlega 288 milljónum evra og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Þá var hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 55,3 milljónir og hækkaði um meira en níu milljónir evra frá sama tíma á árinu 2017. Pantanabókin er einnig í hæstu hæðum og námu nýjar pantanir á fyrsta fjórðungi 329 milljónum evra og jukust um 12 prósent frá fyrra ári. Stendur pantanabók Marels því núna í 529 milljónum evra. Fram hefur komið í uppgjörstilkynningum félagsins að það stefnir að 12 prósenta meðalvexti árlega yfir tímabilið 2017 til 2026. Marel tilkynnti í byrjun árs að það áformaði að kanna möguleika á skráningu í kauphöll erlendis en fyrirtækið er langsamlega stærsta skráða félagið í Kauphöllinni hér á landi. Í kjölfarið var STJ, óháð alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki, ráðið til að greina mögulega skráningarkosti Marels. Stærsti eigandi Marels, með tæplega 26 prósenta hlut, er fjárfestingarfélagið Eyrir Invest, en það er að mestum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar, stjórnarformanns Eyris Invest, og Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, og Landsbankans. Aðrir helstu eigendur Marels eru íslenskir lífeyrissjóðir, með samanlagt um 36 prósenta hlut, en í þeim hópi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins umsvifamestir í hluthafahópi félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Marel of stórt fyrir Ísland Marel er orðið "of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. 9. apríl 2018 13:51 Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. 31. janúar 2018 11:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, keyptu nýlega í Marel fyrir tæplega 1.500 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Marels í gær, sem Markaðurinn hefur séð, eiga sjóðirnir samanlagt 3,85 milljónir hluta í félaginu, eða sem nemur um 0,56 prósenta eignarhlut. Þannig á hlutabréfasjóðurinn SMALLCAP World Fund rúmlega 2,9 milljónir hluta í Marel í dag á meðan sjóðurinn American Fund Insurance Series fer með liðlega 928 þúsund hluti í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins komu sjóðirnir fyrst inn í hluthafahóp Marels í síðasta mánuði en það var Arion banki sem hafði milligöngu með kaupum þeirra á bréfum í félaginu. Bandaríska fyrirtækið Capital Group, eitt stærsta og elsta eignastýringarfyrirtæki í heiminum, er samtals með eignir í stýringu að jafnvirði um 1,7 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Núverandi eignarhlutur bandarísku sjóðanna skilar þeim ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Eini erlendi fjárfestirinn í þeim hópi er bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjöundi stærsti hluthafi félagsins með 3,34 prósenta eignarhlut, sem kom inn í hluthafahóp Marels í febrúar í fyrra þegar það keypti hlut af Eyri Invest. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega tuttugu prósent á þessu ári og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 383 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 282 milljörðum króna.Stærst í Kauphöllinni Afkoma fyrirtækisins undanfarin misseri hefur verið afar góð. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu tekjur Marels rúmlega 288 milljónum evra og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Þá var hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 55,3 milljónir og hækkaði um meira en níu milljónir evra frá sama tíma á árinu 2017. Pantanabókin er einnig í hæstu hæðum og námu nýjar pantanir á fyrsta fjórðungi 329 milljónum evra og jukust um 12 prósent frá fyrra ári. Stendur pantanabók Marels því núna í 529 milljónum evra. Fram hefur komið í uppgjörstilkynningum félagsins að það stefnir að 12 prósenta meðalvexti árlega yfir tímabilið 2017 til 2026. Marel tilkynnti í byrjun árs að það áformaði að kanna möguleika á skráningu í kauphöll erlendis en fyrirtækið er langsamlega stærsta skráða félagið í Kauphöllinni hér á landi. Í kjölfarið var STJ, óháð alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki, ráðið til að greina mögulega skráningarkosti Marels. Stærsti eigandi Marels, með tæplega 26 prósenta hlut, er fjárfestingarfélagið Eyrir Invest, en það er að mestum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar, stjórnarformanns Eyris Invest, og Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, og Landsbankans. Aðrir helstu eigendur Marels eru íslenskir lífeyrissjóðir, með samanlagt um 36 prósenta hlut, en í þeim hópi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins umsvifamestir í hluthafahópi félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Marel of stórt fyrir Ísland Marel er orðið "of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. 9. apríl 2018 13:51 Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. 31. janúar 2018 11:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Telja Marel of stórt fyrir Ísland Marel er orðið "of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. 9. apríl 2018 13:51
Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. 31. janúar 2018 11:00