Greiða hefði átt hraðar niður skuldir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. maí 2018 08:00 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir það ábyrgðarhluta að nýta góða tíma til að greiða niður skuldir. Vísir/Valli Verði viðsnúningur á því hagstæða ytra umhverfi sem sveitarfélög landsins hafa búið við undanfarin ár getur skuldastaða þeirra hæglega breyst til hins verra og hlutfall skulda af tekjum risið á ný. Ef tekjur sveitarfélaganna drægjust saman um fimmtung myndi skuldahlutfall þeirra hækka úr 122 prósentum í 153 prósent og verða þannig um fimmtungi hærra en það var á góðærisárunum frá 2002 til 2007. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka atvinnulífsins á fjármálum sveitarfélaganna sem kynnt verður á fundi samtakanna með oddvitum stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjavík í Gamla bíói í dag. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir uppsveiflu síðustu ára ekki hafa verið nýtta sem skyldi til þess að styrkja stöðu sveitarfélaganna. Eftir undraverðan vöxt síðustu ára geti stjórnmálamenn ekki lengur gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða.Sjá einnig: Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira „Það veldur vonbrigðum að ekki hafi verið meiri afgangur af rekstri sveitarfélaganna til að greiða hraðar niður skuldir í þessari miklu efnahagsuppsveiflu og einna lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar,“ segir hún. Lukkan geti snúist skyndilega og því sé það ábyrgðarhluti að nýta góða tíma til þess að styrkja fjárhagsgrundvöll sveitarfélaganna. Samtökin benda á að ríflega helmingur lækkunar á skuldahlutfalli sveitarfélaganna, bæði A- og B-hluta, frá árinu 2010 til þessa árs – en hlutfallið hefur farið úr 222 prósentum árið 2010 í 122 prósent á þessu ári – sé kominn til vegna vaxandi tekna. Hinn helminginn megi rekja annars vegar til gengisstyrkingar krónunnar, en stór hluti skulda B-hluta fyrirtækja sveitarfélaga er í erlendri mynt, og hins vegar niðurgreiðslu skulda. Lægra gengi krónunnar myndi því auka erlendar skuldir og minni tekjur sveitarfélaga hækka skuldahlutfallið, að sögn samtakanna.Í greiningu samtakanna er tekið fram að frá árinu 2011 hafi tekjur A-hluta sveitarfélaga, sem eru að meginþorra útsvar og fasteignaskattar, aukist um 296 milljarða króna á föstu verðlagi en þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í aukinn launakostnað. Um 27 prósent af tekjuaukanum hafi farið í annan rekstrarkostnað. Samtökin segja það vekja sérstaka athygli að þrátt fyrir gífurlegan tekjuvöxt hafi einungis tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bættri afkomu sveitarfélaganna.Vaxandi skattheimta Skattheimta á sveitarstjórnarstigi hefur á undanförnum árum vaxið töluvert umfram það sem getur réttlæst af auknum lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, að því er fram kemur í greiningunni. Bent er á að flest sveitarfélög landsins hafi útsvarsprósentu sína í leyfilegu hámarki, 14,52 prósentum, en hún hefur nær tvöfaldast frá árinu 1993. Stærstur hluti hækkunarinnar er kominn til vegna yfirfærslu á málefnum grunnskóla og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga en þó má fjórðung hennar rekja til annarra almennra hækkana, að sögn samtakanna. Er jafnframt bent á að nú sé svo komið að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa um fimmtungi af öllum opinberum tekjum og um 14 prósent opinberra skulda hvíli auk þess á sveitarfélögunum. 170 milljarða fjárfestingarþörf Samtökin áætla að sveitarfélög landsins þurfi að fjármagna að hluta eða öllu leyti um 170 milljarða króna fjárfestingar á komandi árum. Verulega hafi dregið úr fjárfestingum sveitarfélaga í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 en þær hafa, sem hlutfall af landsframleiðslu, verið í sögulegu lágmarki síðustu ár. Þannig hafi mikil fjárfestingarþörf byggst upp. Samkvæmt nýlegu mati Samtaka iðnaðarins er nauðsynlegt viðhald sem sveitarfélögin þurfa að standa straum af metið á 100 milljarða króna. Tekur það til framkvæmda við vatnsveitu, úrgangsmál, vegi og fasteignir. Eru þá ótaldir ríflega 70 milljarðar króna sem að mestu leyti munu leggjast á sveitarfélögin vegna framkvæmda á hitaveitum, fráveitum og höfnum. Ásdís segir að á sama tíma og mikil fjárþörf blasi við vegna nauðsynlegra framkvæmda leyfi fjárhagsstaða sveitarfélaganna ekki aukna skuldsetningu. „Ljóst er því að talsverðar áskoranir eru fram undan, auka þarf afgang af reglulegum rekstri og forgangsraða til mikilvægra verkefna. Einnig þarf að horfa til annarra lausna og er vert að líta til aukinnar aðkomu einkaaðila að ákveðnum verkefnum.“ Ræða þurfi þessar áskoranir raunhæft með hliðsjón af því að sveitarfélögin þurfi að sinna brýnum framkvæmdum og þjónustu án þess að fara skuldum hlaðin inn í næstu efnahagslægð. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. 27. apríl 2018 18:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verði viðsnúningur á því hagstæða ytra umhverfi sem sveitarfélög landsins hafa búið við undanfarin ár getur skuldastaða þeirra hæglega breyst til hins verra og hlutfall skulda af tekjum risið á ný. Ef tekjur sveitarfélaganna drægjust saman um fimmtung myndi skuldahlutfall þeirra hækka úr 122 prósentum í 153 prósent og verða þannig um fimmtungi hærra en það var á góðærisárunum frá 2002 til 2007. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka atvinnulífsins á fjármálum sveitarfélaganna sem kynnt verður á fundi samtakanna með oddvitum stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjavík í Gamla bíói í dag. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir uppsveiflu síðustu ára ekki hafa verið nýtta sem skyldi til þess að styrkja stöðu sveitarfélaganna. Eftir undraverðan vöxt síðustu ára geti stjórnmálamenn ekki lengur gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða.Sjá einnig: Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira „Það veldur vonbrigðum að ekki hafi verið meiri afgangur af rekstri sveitarfélaganna til að greiða hraðar niður skuldir í þessari miklu efnahagsuppsveiflu og einna lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar,“ segir hún. Lukkan geti snúist skyndilega og því sé það ábyrgðarhluti að nýta góða tíma til þess að styrkja fjárhagsgrundvöll sveitarfélaganna. Samtökin benda á að ríflega helmingur lækkunar á skuldahlutfalli sveitarfélaganna, bæði A- og B-hluta, frá árinu 2010 til þessa árs – en hlutfallið hefur farið úr 222 prósentum árið 2010 í 122 prósent á þessu ári – sé kominn til vegna vaxandi tekna. Hinn helminginn megi rekja annars vegar til gengisstyrkingar krónunnar, en stór hluti skulda B-hluta fyrirtækja sveitarfélaga er í erlendri mynt, og hins vegar niðurgreiðslu skulda. Lægra gengi krónunnar myndi því auka erlendar skuldir og minni tekjur sveitarfélaga hækka skuldahlutfallið, að sögn samtakanna.Í greiningu samtakanna er tekið fram að frá árinu 2011 hafi tekjur A-hluta sveitarfélaga, sem eru að meginþorra útsvar og fasteignaskattar, aukist um 296 milljarða króna á föstu verðlagi en þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í aukinn launakostnað. Um 27 prósent af tekjuaukanum hafi farið í annan rekstrarkostnað. Samtökin segja það vekja sérstaka athygli að þrátt fyrir gífurlegan tekjuvöxt hafi einungis tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bættri afkomu sveitarfélaganna.Vaxandi skattheimta Skattheimta á sveitarstjórnarstigi hefur á undanförnum árum vaxið töluvert umfram það sem getur réttlæst af auknum lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, að því er fram kemur í greiningunni. Bent er á að flest sveitarfélög landsins hafi útsvarsprósentu sína í leyfilegu hámarki, 14,52 prósentum, en hún hefur nær tvöfaldast frá árinu 1993. Stærstur hluti hækkunarinnar er kominn til vegna yfirfærslu á málefnum grunnskóla og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga en þó má fjórðung hennar rekja til annarra almennra hækkana, að sögn samtakanna. Er jafnframt bent á að nú sé svo komið að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa um fimmtungi af öllum opinberum tekjum og um 14 prósent opinberra skulda hvíli auk þess á sveitarfélögunum. 170 milljarða fjárfestingarþörf Samtökin áætla að sveitarfélög landsins þurfi að fjármagna að hluta eða öllu leyti um 170 milljarða króna fjárfestingar á komandi árum. Verulega hafi dregið úr fjárfestingum sveitarfélaga í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 en þær hafa, sem hlutfall af landsframleiðslu, verið í sögulegu lágmarki síðustu ár. Þannig hafi mikil fjárfestingarþörf byggst upp. Samkvæmt nýlegu mati Samtaka iðnaðarins er nauðsynlegt viðhald sem sveitarfélögin þurfa að standa straum af metið á 100 milljarða króna. Tekur það til framkvæmda við vatnsveitu, úrgangsmál, vegi og fasteignir. Eru þá ótaldir ríflega 70 milljarðar króna sem að mestu leyti munu leggjast á sveitarfélögin vegna framkvæmda á hitaveitum, fráveitum og höfnum. Ásdís segir að á sama tíma og mikil fjárþörf blasi við vegna nauðsynlegra framkvæmda leyfi fjárhagsstaða sveitarfélaganna ekki aukna skuldsetningu. „Ljóst er því að talsverðar áskoranir eru fram undan, auka þarf afgang af reglulegum rekstri og forgangsraða til mikilvægra verkefna. Einnig þarf að horfa til annarra lausna og er vert að líta til aukinnar aðkomu einkaaðila að ákveðnum verkefnum.“ Ræða þurfi þessar áskoranir raunhæft með hliðsjón af því að sveitarfélögin þurfi að sinna brýnum framkvæmdum og þjónustu án þess að fara skuldum hlaðin inn í næstu efnahagslægð.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. 27. apríl 2018 18:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. 27. apríl 2018 18:30