Bestur í 5. flokki, fór í franskarnar í menntó en er nú skærasta stjarna Blika Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 19:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira