Íslenski boltinn

Fornspyrnan: Sögðu reiðtúr hafa orðið sér að falli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skemmtileg sögustund með Stefáni.
Skemmtileg sögustund með Stefáni.
Fyrir 99 árum síðan kom erlent knattspyrnulið í fyrsta sinn í keppnisferð til Íslands og Stefán Pálsson rifjaði þá sögu upp í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum í gær.

Það var danska liðið AB, Akademisk Boldklub, sem mætti til landsins en þá var liðið nýorðið danskur meistari. Ekki ónýtt að fá dönsku meistarana í heimsókn.

Eftir að hafa farið illa með íslensku félagsliðin þá steinlá AB gegn Reykjavíkurúrvalinu. Afsakanir danska liðsins voru skemmtilegar, og ekki endilega sannar, eins og Stefán segir frá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×