Íslenski boltinn

Sölvi Geir: Ég var drullustressaður

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Sölvi spilaði vel í kvöld.
Sölvi spilaði vel í kvöld. vísir/vilhelm
Sölvi Geir Ottósen setti á sig Víkingstreyjuna í fyrsta skipti í 14 ár í kvöld þegar að liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals.

Var hann óumdeilanlega maður leiksins, steig varla feilspor og sýndi af hverju hann var í atvinnumennskunni og íslenska landsliðinu svo lengi.

Í viðtali við Vísi eftir leikinn viðurkenndi hann að hann hefði verið stressaður að spila á ný á Víkingsvellinum eftir svo langa fjarveru.

„Tilfinningin er yndisleg. Ég verð samt að viðurkenna að ég var drullustressaður, en það er bara af hinu góða held ég. Það var mikil tilhlökkun að spila fyrir framan aðdáendur Víkings aftur. “

Sölvi var sáttur með hvernig fór í endurkomu sinni í íslenska boltanum. 

„Ég er sáttur við að halda hreinu fá stig gegn íslandsmeisturunum. Mér fannst við spila eins vel og völlurinn bauð uppá og ég get ekki verið annað en sáttur. Mér líst vel á sumarið í Víkinni.”

„Við áttum eftir að stilla okkur af á undirbúningstímabilinu en við höfum náð að gera það núna. Varnarlínan hefur verið öflug og það er mjög erfitt fyrir lið að komast í gegnum okkur. Ég er því bjartsýnn að gengi okkar verði gott í sumar, “ sagði Sölvi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×