Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:00 Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“ Kosningar 2018 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“
Kosningar 2018 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira