Innlent

Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mögulegt útlit stoppistöðva Borgarlínunnar.
Mögulegt útlit stoppistöðva Borgarlínunnar. SSH
Svæðisskipulagsnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hittist á föstudag eftir að lá fyrir samþykki allra sveitarfélaga á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Breytingarnar snú að samgöngu- og þróunarásum fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna.

Af þessu tilefni bókaði svæðiskipulagsnefndin eftirfarandi:

Svæðisskipulagsnefnd fagnar því að nú hafi verið stigið stórt skref með samþykki allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin fagnar jafnframt þeim áformum ríkisins, sem birtast í ríkisstjórnarsáttmála og fjármálaáætlun, um að hefja viðræður við sveitarfélögin í ár um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu.

Myndin er tekin á fundi svæðisskipulagsnefndar 4. maí 2018. Frá vinstri: Hrafkell Á. Proppé, Sigurður Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Hjálmar Sveinsson, Ólafur Ingi Óskarsson, Borghildur Sturludóttir, Hreiðar Oddsson og G. Oddur Víðisson.Páll Guðjónsson
Nefndin auglýsti niðurstöðuna í samræmi við skipulagslög og hefur nú sent svæðisskipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

„Það er allajafna formsatriði nema það sé virkilegur formgalli,“ segir Hrafnkell Á Proppé, svæðisskipulagsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsstofnun hafi fjórar vikur til að staðfesta breytinguna sem verður auglýst í Stjórnartíðindum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×