Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar: Þegar þeir fá smá hríð á sig átti að stoppa leikinn

Einar Kárason skrifar
Gunnari var ekki skemmt.
Gunnari var ekki skemmt. vísir/eyþór
„Ég er ánægður með að vera kominn með punkt á blað en ekki ánægður með að hafa ekki unnið þennan leik," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni á heimavelli í dag.

„Mér fannst við eiga það skilið. Allt annað að sjá okkur í dag miðað við Breiðabliks leikinn og það jákvæða í dag er það að ég held að allir í ÍBV séu svekktir og það er mjög gott finnst mér. Þá vitum við það að við viljum meira og ætlum okkur meira."

Dómari leiksins stöðvaði leikinn í haglélshríð í síðari hálfleik. Gunnar og félagar voru ekki sáttir við það en af hverju?

„Það var alveg stór skrýtið mál. Við fengum 10 mínútna haglél á okkur og við héldum bara áfram. Það kom ekkert til umræðu að stoppa leikinn og fara að hvíla sig eitthvað en svo þegar þeir fá smá hríð á sig, þá átti bara að stoppa og ég veit ekki hvað og hvað.”

„Þetta er náttúrulega vitleysa. Það á bara að ganga á bæði lið eða ekki. Íslenskt sumar, maður. Já, takk," sagði Gunnar glottandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×