Skuld til staðar við uppbyggingu Landspítalans sem bæta þurfi úr Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2018 19:30 Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega "en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Vísir Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira