Trump vildi koma óorði á samningamennina Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 09:53 Donald Trump ásamt öðrum eldheitum andstæðingi íranska kjarnorkusamningsins, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/AFP Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn. Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn.
Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
„Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00