Víkingar segja vonbrigði að Ólafur sjái ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 10:53 Ólafur Jóhannesson slapp við allt. vísir/eyþór Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn