Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. maí 2018 20:01 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira