Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. maí 2018 20:01 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira