Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2018 06:55 Rudy Giuliani fór um víðan völl í viðtalinu við Sean Hannity í gærkvöldi. Skjáskot Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, áhrifamaður í Repúblikanaflokknum og einn af ráðgjöfum Bandaríkjaforseta, segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michael Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. Fullyrðing Giuliani, sem hann lét hafa eftir sér í samtali við Fox News í gærkvöldi, er merkileg fyrir margra hluta sakir. Ekki aðeins vegna þess að hún kemur frá einstaklingi sem stendur forsetanum nærri heldur einnig vegna þess að hún gengur þvert á allt það sem Trump hefur sjálfur haldið fram um málið til þessa. Forsetinn hélt því í upphafi fram að hann hafi ekkert vitað um greiðslu Cohen til Daniels, en í samtali við Fox and Friends fyrir skömmu virtist hana muna eftir að hafa heyrt af henni á sínum tíma - skömmu áður en gengið var til kosninga árið 2016.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Hann hefur hins vegar alltaf þvertekið fyrir að hafa nokkuð með greiðsluna að gera. Cohen hafi sjálfur reitt fram þessa upphæð af fúsum og frjálsum vilja. Þar að auki segist forsetinn aldrei hafa sængað hjá Daniels, eins og klámyndaleikkonan heldur fram. Ráðgjafinn Giuliani sagði hins vegar í gærkvöldi að jú - forsetinn hafi vitað um málið og ekki bara það, hann endurgreiddi Cohen upphæðina. Það sem skipti þó mestu máli í þessu er að greiðslan kom ekki úr kosningasjóðum Trump. Það telur Giuliani vera lykilatriði, því ef svo hefði verið mætti flokka greiðsluna sem óeðlilega íhlutun í kosningaumræðuna. Upplýsingar sem Daniels bjó yfir, en henni var greitt til að þaga um, kynnu að hafa haft áhrif á álit almennings á frambjóðandanum Trump. Því hefði verið hægt að sækja Trump til saka.Sjá einnig: Lögmaður Trump neitar að bera vitni Giuliani segir að 130 þúsund dalirnir hafi verið greiddir til baka á nokkrum mánuðum og í gegnum ónefnda lögmannsstofu. Hann bætti við að Trump sjálfur hafi ekki vitað um smáatriði málsins en að forsetinn hafi verið fullmeðvitaður um að „Michael [Cohen] myndi sjá um mál eins og þessi,“ sagði Giuliani á Fox í gærkvöldi. Lögmaður Daniels, Michael Avenatti, sagði eftir viðtalið að Bandaríkjamenn ættu að vera æfir vegna ummæla Giuliani. „Við spáðum því fyrir mörgum mánuðum síðan að logið hafi verið að bandarísku þjóðinni um 130 þúsunda dala greiðsluna og hvað Trump vissi um málið.“1/2. We predicted months ago that it would be proven that the American people had been lied to as to the $130k payment and what Mr. Trump knew, when he knew it and what he did in connection with it. Every American, regardless of their politics, should be outraged...— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 3, 2018 2/2. ...by what we have now learned. Mr. Trump stood on AF1 and blatantly lied. This followed the lies told by others close to him, including Mr. Cohen. This should never be acceptable in our America. We will not rest until justice is served. #basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, áhrifamaður í Repúblikanaflokknum og einn af ráðgjöfum Bandaríkjaforseta, segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michael Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. Fullyrðing Giuliani, sem hann lét hafa eftir sér í samtali við Fox News í gærkvöldi, er merkileg fyrir margra hluta sakir. Ekki aðeins vegna þess að hún kemur frá einstaklingi sem stendur forsetanum nærri heldur einnig vegna þess að hún gengur þvert á allt það sem Trump hefur sjálfur haldið fram um málið til þessa. Forsetinn hélt því í upphafi fram að hann hafi ekkert vitað um greiðslu Cohen til Daniels, en í samtali við Fox and Friends fyrir skömmu virtist hana muna eftir að hafa heyrt af henni á sínum tíma - skömmu áður en gengið var til kosninga árið 2016.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Hann hefur hins vegar alltaf þvertekið fyrir að hafa nokkuð með greiðsluna að gera. Cohen hafi sjálfur reitt fram þessa upphæð af fúsum og frjálsum vilja. Þar að auki segist forsetinn aldrei hafa sængað hjá Daniels, eins og klámyndaleikkonan heldur fram. Ráðgjafinn Giuliani sagði hins vegar í gærkvöldi að jú - forsetinn hafi vitað um málið og ekki bara það, hann endurgreiddi Cohen upphæðina. Það sem skipti þó mestu máli í þessu er að greiðslan kom ekki úr kosningasjóðum Trump. Það telur Giuliani vera lykilatriði, því ef svo hefði verið mætti flokka greiðsluna sem óeðlilega íhlutun í kosningaumræðuna. Upplýsingar sem Daniels bjó yfir, en henni var greitt til að þaga um, kynnu að hafa haft áhrif á álit almennings á frambjóðandanum Trump. Því hefði verið hægt að sækja Trump til saka.Sjá einnig: Lögmaður Trump neitar að bera vitni Giuliani segir að 130 þúsund dalirnir hafi verið greiddir til baka á nokkrum mánuðum og í gegnum ónefnda lögmannsstofu. Hann bætti við að Trump sjálfur hafi ekki vitað um smáatriði málsins en að forsetinn hafi verið fullmeðvitaður um að „Michael [Cohen] myndi sjá um mál eins og þessi,“ sagði Giuliani á Fox í gærkvöldi. Lögmaður Daniels, Michael Avenatti, sagði eftir viðtalið að Bandaríkjamenn ættu að vera æfir vegna ummæla Giuliani. „Við spáðum því fyrir mörgum mánuðum síðan að logið hafi verið að bandarísku þjóðinni um 130 þúsunda dala greiðsluna og hvað Trump vissi um málið.“1/2. We predicted months ago that it would be proven that the American people had been lied to as to the $130k payment and what Mr. Trump knew, when he knew it and what he did in connection with it. Every American, regardless of their politics, should be outraged...— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 3, 2018 2/2. ...by what we have now learned. Mr. Trump stood on AF1 and blatantly lied. This followed the lies told by others close to him, including Mr. Cohen. This should never be acceptable in our America. We will not rest until justice is served. #basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22