Brýtur niður fordóma og skilar okkur góðri list Magnús Guðmundsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Ragnheiður Maísól segir að á Íslandi séum við langt á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að aðstæðum fyrir nám og listsköpun fatlaðra. Vísir/anton Listahátíðin List án landamæra verður sett við hátíðlega athöfn klukkan fimm í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag og stendur fram til 13. dags þessa mánaðar víða um borgina. Aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar er ókeypis en framkvæmdastýra og listrænn stjórnandi er Ragnheiður Maísól Sturludóttir og hún segir að á hátíðinni sé lögð áhersla á listsköpun fatlaðra. „Hátíðin leggur líka mikið upp úr samstarfi fatlaðra og ófatlaðra listamanna og leitast þannig við að ná menningarlegu jafnrétti. En það verður að segjast eins og er að því miður vantar oft rými fyrir fatlaða listmenn innan hinnar almennu listasenu.“Rosalega langt á eftir Ragnheiður Maísól bendir á að erlenda orðið yfir samsvarandi hátíðir sé Outsider Art sem þýða mætti sem utangarðslist. „Við höfum þó kosið að nota ekki þetta hugtak vegna þess að okkur finnst felast í þessu hugtaki ákveðin jaðarsetning sem við erum að leitast við að hafna. En eins og staðan er þá hafa fatlaðir listamenn til að mynda lítið sem ekkert aðgengi að listnámi á Íslandi. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur þó staðið sig hvað best og verið með diplómanám í myndlist en það fékkst ekki styrkur áfram frá hinu opinbera þó svo að þörfin væri augljóslega mjög mikil. Að auki má nefna að ef þú ert í hjólastól þá er ekki einu sinni aðgengi fyrir þig inn í Listaháskóla Íslands. Þeir sem eru í hjólastól komast bókstaflega ekki inn í skólann vegna þess að þar er enginn rampur heldur einvörðungu þrep sem er auðvitað dapurlegt. Listaháskólinn hefur reyndar verið að berjast fyrir þessu en að sækja fjármagn til þess að fá úr þessu bætt hefur þó enn ekki borið árangur.“ Ragnheiður Maísól segir að þetta sé auðvitað bagalegt og tilgreinir að hátíðin vinni mikið með norrænum aðilum og að þar sé málum ansi ólíkt háttað. „Þar eru t.d. stór stúdíó þar sem listamenn með þroskahömlun koma til þess að vinna að list sinni daglega og fá greitt fyrir það vegna þess að það er vinna. Þau eru undir handleiðslu listamanna og þetta skilar samfélaginu betri andlegri líðan, betra samfélagi og þegar upp er staðið þýðir það minni útgjöld fyrir hið opinbera. Þannig að það má vel horfa á þetta svona út frá hagkvæmni. En við erum rosalega langt á eftir í þessum málum. Að auki þá er mjög erfitt fyrir fatlaða listamenn hér að koma sér á framfæri vegna þess að þeir hafa ekki sömu möguleika og aðrir. Hafa ekki sömu tæki og tól og aðrir hafa til þess að kynna sín verk.“ Hvað er að þér? Fyrsta hátíðin List án landamæra var haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og Ragnheiður Maísól segir að það hafi strax gengið svo glimrandi vel að það hafi verið ákveðið að halda áfram. „Núna erum við því að halda hátíðina í fimmtánda sinn. Á þessum árum er búið að prófa ýmsilegt eins og að vera með hana allt árið og við höfum tekið þátt í Hönnunarmars, RIFF og fleiri hátíðum auk þess að vera alfarið á okkar vettvangi. En núna erum við með þetta svona beggja blands og erum með okkar vettvang en tökum líka þátt í fleiri hátíðum á árinu.“ Ragnheiður Maísól segir að opnunarhátíðin sé þó alltaf fastur liður og þar sé alltaf mikið um dýrðir. „Borgarstjóri setur hátíðina og svo verður fjöldinn allur af flottum atriðum á borð við Tjarnarleikhópinn, MC Ísbjörn, JóaPé og Króla og fleira skemmtilegt. En á sama tíma opnar listmaður hátíðarinnar einkasýningu í Ráðhúsinu. Hann heitir Aron Kale, frábær listamaður sem kemur frá Egilsstöðum. Að lokinni opnunarhátíð verður svo opnuð sýning í Gallery Port á verkum listakonunnar Láru Lilju Gunnarsdóttur sem er sannkallað undrabarn í listinni.“Mynd úr danssýningunni Pond með finnska danshópnum Kaaos Company.Ragnheiður Maísól segir að það verði mikið um dýrðir á hátíðinn og að þar á meðal séu til að mynda vídeóverk sem eru unnin í norrænu samstarfi. „Vídeóverkin fimm fjalla einmitt um það hvernig aðrir vilja setja fatlaða í kassa sem gerist t.d. með spurningum á borð við: Hvaða greiningu ert þú með? Hvað er að þér? En það skiptir engu máli. Að auki þá er heimildarmynd um gerð þessara verka og listakonan sem gerir þá mynd skýtur hana og klippir eins og hún sjálf upplifir heiminn en hún er með Asperger og horfir því ekki í augun á fólki. En heimildarmyndin svarar ýmsum spurningum um það hvað það felur í sér að vinna list á eigin forsendum en ekki annarra. Á sunnudaginn erum við svo með finnskt dansverk í sundlaug Styrktarfélagsins við Háaleitisbraut þar sem fatlaðir og ófatlaðir dansa saman. Á mánudag verður leiklestur í Iðnó eftir listamanninn Atla Viðar frá Akureyri en hann skrifar líka tónlist og gerir söngleiki og þar verða þjóðþekktir leikarar að lesa. Á fimmtudaginn verður opnuð frábær finnsk sýning í Grafíksalnum og þar eru líka ótrúlega falleg vídeóverk. Á laugardaginn hefst svo sýning á saumaverkum eftir þá Kristján Ellert Arason og Loga Höskuldsson sem þeir vinna þannig að þeir sauma út og hafa unnið þetta sem leik með því að annar byrjar á verkinu en hinn klárar og þeir reyndar senda þetta á milli landa vegna þess að Logi er búsettur í Svíþjóð. Það er nú ekki allt talið og ég hvet fólk bara til þess að kynna sér dagskrána og koma því það kostar ekkert inn á List án landamæra.“ Enginn munur Eitt af því sem er hvað mest heillandi við List án landamæra er hversu opin hátíðin er fyrir alla sem vilja taka þátt. Hátíðin kemur líka víðar við og Ragnheiður Maísól segir að Austurland hafi verið einkar öflugt á síðustu árum og því teygi hátíðin anga sína þangað. „Við verðum því fyrir austan frá 5. til 15. maí og á Norðurlandi 26. til 27. maí og svo má geta þess að það voru tónleikar á Reykjanesi í apríl. Þannig að gróskan er mikil.“ Það er athyglisvert að þó svo það séu ekki miklir fjármunir í List án landamæra þá segir Ragnheiður Maísól að það sé aldrei vandamál að fá bæði fatlaða og ófatlaða listamenn til þess að taka þátt. „Við leggjum mikið upp úr samstarfi á milli fatlaðra og ófatlaðra til þess að brjóta niður þessi ósýnilegu landamæri og oft sækist fólk eftir því að fá að vera með. Allt eru þetta listamenn sem standa fyrir sama ferlinu. Ég er sjálf myndlistarkona og ég vildi óska þess að við værum meira í svona samstarfi því sköpun margra fatlaðra listamanna er á einhvern hátt miklu óheftari og frjálsari. Þau eru ólíklegri til þess að vera í þessari endalausu sjálfsritskoðun sem reynist mörgum erfið. Þess vegna er þetta samstarf alltaf af hinu góða og bæði brýtur niður fordóma og skilar okkur góðri list. Það er enginn munur á fötluðum og ófötluðum listamönnum og því eiga engin landamæri að vera þarna á milli.“ Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Listahátíðin List án landamæra verður sett við hátíðlega athöfn klukkan fimm í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag og stendur fram til 13. dags þessa mánaðar víða um borgina. Aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar er ókeypis en framkvæmdastýra og listrænn stjórnandi er Ragnheiður Maísól Sturludóttir og hún segir að á hátíðinni sé lögð áhersla á listsköpun fatlaðra. „Hátíðin leggur líka mikið upp úr samstarfi fatlaðra og ófatlaðra listamanna og leitast þannig við að ná menningarlegu jafnrétti. En það verður að segjast eins og er að því miður vantar oft rými fyrir fatlaða listmenn innan hinnar almennu listasenu.“Rosalega langt á eftir Ragnheiður Maísól bendir á að erlenda orðið yfir samsvarandi hátíðir sé Outsider Art sem þýða mætti sem utangarðslist. „Við höfum þó kosið að nota ekki þetta hugtak vegna þess að okkur finnst felast í þessu hugtaki ákveðin jaðarsetning sem við erum að leitast við að hafna. En eins og staðan er þá hafa fatlaðir listamenn til að mynda lítið sem ekkert aðgengi að listnámi á Íslandi. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur þó staðið sig hvað best og verið með diplómanám í myndlist en það fékkst ekki styrkur áfram frá hinu opinbera þó svo að þörfin væri augljóslega mjög mikil. Að auki má nefna að ef þú ert í hjólastól þá er ekki einu sinni aðgengi fyrir þig inn í Listaháskóla Íslands. Þeir sem eru í hjólastól komast bókstaflega ekki inn í skólann vegna þess að þar er enginn rampur heldur einvörðungu þrep sem er auðvitað dapurlegt. Listaháskólinn hefur reyndar verið að berjast fyrir þessu en að sækja fjármagn til þess að fá úr þessu bætt hefur þó enn ekki borið árangur.“ Ragnheiður Maísól segir að þetta sé auðvitað bagalegt og tilgreinir að hátíðin vinni mikið með norrænum aðilum og að þar sé málum ansi ólíkt háttað. „Þar eru t.d. stór stúdíó þar sem listamenn með þroskahömlun koma til þess að vinna að list sinni daglega og fá greitt fyrir það vegna þess að það er vinna. Þau eru undir handleiðslu listamanna og þetta skilar samfélaginu betri andlegri líðan, betra samfélagi og þegar upp er staðið þýðir það minni útgjöld fyrir hið opinbera. Þannig að það má vel horfa á þetta svona út frá hagkvæmni. En við erum rosalega langt á eftir í þessum málum. Að auki þá er mjög erfitt fyrir fatlaða listamenn hér að koma sér á framfæri vegna þess að þeir hafa ekki sömu möguleika og aðrir. Hafa ekki sömu tæki og tól og aðrir hafa til þess að kynna sín verk.“ Hvað er að þér? Fyrsta hátíðin List án landamæra var haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og Ragnheiður Maísól segir að það hafi strax gengið svo glimrandi vel að það hafi verið ákveðið að halda áfram. „Núna erum við því að halda hátíðina í fimmtánda sinn. Á þessum árum er búið að prófa ýmsilegt eins og að vera með hana allt árið og við höfum tekið þátt í Hönnunarmars, RIFF og fleiri hátíðum auk þess að vera alfarið á okkar vettvangi. En núna erum við með þetta svona beggja blands og erum með okkar vettvang en tökum líka þátt í fleiri hátíðum á árinu.“ Ragnheiður Maísól segir að opnunarhátíðin sé þó alltaf fastur liður og þar sé alltaf mikið um dýrðir. „Borgarstjóri setur hátíðina og svo verður fjöldinn allur af flottum atriðum á borð við Tjarnarleikhópinn, MC Ísbjörn, JóaPé og Króla og fleira skemmtilegt. En á sama tíma opnar listmaður hátíðarinnar einkasýningu í Ráðhúsinu. Hann heitir Aron Kale, frábær listamaður sem kemur frá Egilsstöðum. Að lokinni opnunarhátíð verður svo opnuð sýning í Gallery Port á verkum listakonunnar Láru Lilju Gunnarsdóttur sem er sannkallað undrabarn í listinni.“Mynd úr danssýningunni Pond með finnska danshópnum Kaaos Company.Ragnheiður Maísól segir að það verði mikið um dýrðir á hátíðinn og að þar á meðal séu til að mynda vídeóverk sem eru unnin í norrænu samstarfi. „Vídeóverkin fimm fjalla einmitt um það hvernig aðrir vilja setja fatlaða í kassa sem gerist t.d. með spurningum á borð við: Hvaða greiningu ert þú með? Hvað er að þér? En það skiptir engu máli. Að auki þá er heimildarmynd um gerð þessara verka og listakonan sem gerir þá mynd skýtur hana og klippir eins og hún sjálf upplifir heiminn en hún er með Asperger og horfir því ekki í augun á fólki. En heimildarmyndin svarar ýmsum spurningum um það hvað það felur í sér að vinna list á eigin forsendum en ekki annarra. Á sunnudaginn erum við svo með finnskt dansverk í sundlaug Styrktarfélagsins við Háaleitisbraut þar sem fatlaðir og ófatlaðir dansa saman. Á mánudag verður leiklestur í Iðnó eftir listamanninn Atla Viðar frá Akureyri en hann skrifar líka tónlist og gerir söngleiki og þar verða þjóðþekktir leikarar að lesa. Á fimmtudaginn verður opnuð frábær finnsk sýning í Grafíksalnum og þar eru líka ótrúlega falleg vídeóverk. Á laugardaginn hefst svo sýning á saumaverkum eftir þá Kristján Ellert Arason og Loga Höskuldsson sem þeir vinna þannig að þeir sauma út og hafa unnið þetta sem leik með því að annar byrjar á verkinu en hinn klárar og þeir reyndar senda þetta á milli landa vegna þess að Logi er búsettur í Svíþjóð. Það er nú ekki allt talið og ég hvet fólk bara til þess að kynna sér dagskrána og koma því það kostar ekkert inn á List án landamæra.“ Enginn munur Eitt af því sem er hvað mest heillandi við List án landamæra er hversu opin hátíðin er fyrir alla sem vilja taka þátt. Hátíðin kemur líka víðar við og Ragnheiður Maísól segir að Austurland hafi verið einkar öflugt á síðustu árum og því teygi hátíðin anga sína þangað. „Við verðum því fyrir austan frá 5. til 15. maí og á Norðurlandi 26. til 27. maí og svo má geta þess að það voru tónleikar á Reykjanesi í apríl. Þannig að gróskan er mikil.“ Það er athyglisvert að þó svo það séu ekki miklir fjármunir í List án landamæra þá segir Ragnheiður Maísól að það sé aldrei vandamál að fá bæði fatlaða og ófatlaða listamenn til þess að taka þátt. „Við leggjum mikið upp úr samstarfi á milli fatlaðra og ófatlaðra til þess að brjóta niður þessi ósýnilegu landamæri og oft sækist fólk eftir því að fá að vera með. Allt eru þetta listamenn sem standa fyrir sama ferlinu. Ég er sjálf myndlistarkona og ég vildi óska þess að við værum meira í svona samstarfi því sköpun margra fatlaðra listamanna er á einhvern hátt miklu óheftari og frjálsari. Þau eru ólíklegri til þess að vera í þessari endalausu sjálfsritskoðun sem reynist mörgum erfið. Þess vegna er þetta samstarf alltaf af hinu góða og bæði brýtur niður fordóma og skilar okkur góðri list. Það er enginn munur á fötluðum og ófötluðum listamönnum og því eiga engin landamæri að vera þarna á milli.“
Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira