Vinstri græn vilja tryggja öllum leikskólapláss og grípa til róttækra aðgerða gegn mengun Sylvía Hall skrifar 2. maí 2018 19:12 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, kynnti stefnumál flokksins í dag. Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“ Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“
Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira