Fótbolti

Ingvar fékk rautt í óvæntu bikartapi | Orri á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingvar var rekinn af velli í dag.
Ingvar var rekinn af velli í dag. vísir/getty
Ingvar Jónsson fékk rautt spjald er Sandefjord datt úr leik í bikarnum fyrir C-deildarliði Skeid í norska bikarnum í dag. Lokatölur 2-0.

Emil Pálsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Sandefjord síðan hann gekk í raðir félagsins í haust frá FH. Emil hefur verið að glíma við meiðsli en var kominn í byrjunarliðið í dag.

Emil spilaði fyrri hálfleikinn en Skeid komst yfir á 23. mínútu er Ayoub Aleesami kom Skeid yfir. Á 59. mínútu fékk Ingvar svo rautt spjald er hann handlék knöttinn fyrir utan teiginn og skömmu síðar komst Skeid í 2-0. Lokatölur urðu síðan 3-0 sigur Skeid.

Þannig urðu lokatölurnar og mikil vonbrigði fyrir Sandefjord sem spilar í deild þeirra bestu í Noregi en annað Íslendingalið Start komst áfram eftir 3-0 sigur á Arendal í grannaslag.

Kristen Flóki Finnbogason spilaði allan leikinn fyrir Start og Aron Sigurðarson í klukkustund. Guðmundur Andri Tryggvason var ónotaður varamaður.

Ólafur Örn Bjarnason og lærisveinar hans í Egersund, sem leika í C-deildinni, slógu út Jerv, sem leikur í B-deildinni. Lokatölur 2-1 og Ólafur og félagar komnir í næstu umferð.

Orri Sigurður Ómarsson skoraði annað marka Ham/Kam í 4-0 sigri á Hönefoss en framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni opnuðust flóðgáttir.

Orri er á láni frá Sarpsborg en hann skoraði annað mark Ham/Kam. Ásgeir Þór Ingólfsson og Markó Valdimar Jankovic leika með Hönefoss en Markó fékk rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×