Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:25 Þúsundir bandarískra hermanna hafa staðið vaktina í Suður-Kóreu frá árinu 1953. Vísir/AFp Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58
Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00