Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:25 Þúsundir bandarískra hermanna hafa staðið vaktina í Suður-Kóreu frá árinu 1953. Vísir/AFp Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58
Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00