Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 06:55 LeBron og félagar tóku sigur í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu. Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum. Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur. LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.LeBron James (26 PTS, 13 AST, 11 REB) posts his 2nd triple-double of the #NBAPlayoffs to fuel the @cavs in Game 1! #WhateverItTakespic.twitter.com/EzQZWoR7nd — NBA (@NBA) May 2, 2018 Jeff Green tossed it up to LeBron James on the in-bounds alley-oop for tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/vVwBFDnHSw — NBA (@NBA) May 2, 2018 Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla. Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana. Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.Stephen Curry puts up 28 PTS, 5 3PM off the bench for the @warriors in his return to #NBAPlayoffs action! #DubNationpic.twitter.com/uI2ozmiWbl — NBA (@NBA) May 2, 2018 The BEST of @warriors 36 ASSISTS in Game 2! #NBAPlayoffs (Their 36 AST-to-43 FG is the second-highest AST-to-FG ratio in Warriors postseason history. On March 22, 1952 they assisted on 26-of-30 field goals-86.7%) pic.twitter.com/JyUdpDjhtQ — NBA (@NBA) May 2, 2018 NBA Tengdar fréttir Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00 Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu. Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum. Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur. LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.LeBron James (26 PTS, 13 AST, 11 REB) posts his 2nd triple-double of the #NBAPlayoffs to fuel the @cavs in Game 1! #WhateverItTakespic.twitter.com/EzQZWoR7nd — NBA (@NBA) May 2, 2018 Jeff Green tossed it up to LeBron James on the in-bounds alley-oop for tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/vVwBFDnHSw — NBA (@NBA) May 2, 2018 Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla. Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana. Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.Stephen Curry puts up 28 PTS, 5 3PM off the bench for the @warriors in his return to #NBAPlayoffs action! #DubNationpic.twitter.com/uI2ozmiWbl — NBA (@NBA) May 2, 2018 The BEST of @warriors 36 ASSISTS in Game 2! #NBAPlayoffs (Their 36 AST-to-43 FG is the second-highest AST-to-FG ratio in Warriors postseason history. On March 22, 1952 they assisted on 26-of-30 field goals-86.7%) pic.twitter.com/JyUdpDjhtQ — NBA (@NBA) May 2, 2018
NBA Tengdar fréttir Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00 Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma. 24. mars 2018 10:00
Curry snýr loksins til baka Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry. 30. apríl 2018 23:30