Ljósmæður gapandi og orðlausar yfir bréfi ráðuneytisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17