Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2018 19:45 Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent