Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 21:00 Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35