Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2018 08:50 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, var í viðtali á BBC South East í gær. Með henni var Dirk Campbell en Anna Campbell dóttir hans lést í Afrin 15. mars síðastliðinn. Viðtalið má finna á vefsíðu BBC en það er ekki aðgengilegt á Íslandi. Campbell, Eva og Hilmar Bjarnason faðir Hauks, skrifuðu opin bréf til stjórnvalda á Íslandi og í Bretlandi og voru fengin í viðtal til þess að ræða stöðu sína. Þau halda því fram að Tyrkland sé að brjóta á Genfarsamningnum með því að ná ekki í líkin. Fjölskyldurnar krefjast þess að Tyrkir þurfi að svara fyrir meðferð sína á líkum þeirra sem létust í innrásinni í Afrín. Campell sagði meðal annars í viðtalinu við BBC: „Engin lík hafa verið sótt frá bardagasvæðinu og liggja því úti á víðavangi. Ég vona að bresk stjórnvöld beiti Tyrki þrýstingi.“ Eva Hauksdóttir var til viðtals á BBC .Stöð2 Brotið gegn alþjóðasáttmálum Eva segir á Facebook síðu sinni að fyrrum prófessor hafi einnig komið fram í umfjöllun BBC og sagt að stjórnvöld í Tyrklandi séu hryðjuverkamenn. Eva mun fara í annað viðtal vegna bréfsins á BBC 2 í dag. Fjölskylda Hauks sendi bréf á forsætis- og utanríkisráðherra Íslands á mánudag en undir það skrifa Hilmar Bjarnason, Fatima Hossaini, Darri Hilmarsson og Eva Hauksdóttir. Í bréfinu er talað um myndir sem birtar hafa verið af líkum í Afrín. „Myndirnar styðja frásagnir heimamanna um ástandið á svæðinu – enn ekki búið að hreinsa upp – og í hlíðunum í kringum borgina liggja líkin fyrir hunda og manna fótum. Rauða krossinum var ekki hleypt inn á svæðið fyrr en í maí og þá aðeins til að hlúa að slösuðum og afhenda nauðsynjar.“ Fjölskyldan segir að það eigi ekki að vera samningsatriði við Tyrki að fá að leita að líkum, það ætti að vera sjálfsagt mál. „Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum ber aðilum að stríðsátökum að hirða lík og veita þeim viðeigandi meðferð tafarlaust, sbr. t.d. 15. gr. Genfarsamnings frá 1949 um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Er þvi vandséð annað en að hér séu bandamenn ykkar Tyrkir að brjóta gegn alþjóðasáttmálum um framferði í stríði.“ Eva beinir spurningum sínum meðal annars til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Líkið gæti verið í fjöldagröf eða á víðavangi Fjölskyldan hefur enn ekki fengið staðfest að Haukur sé látin og segir utanríkisráðuneytið synja sér um gögn sem sýni fram á að Tyrknesk yfirvöld hafi yfirhöfuð tjáð sig um málið. „Við teljum meintar staðhæfingar tyrkneskra yfirvalda um að Haukur sé hvergi á skrá hjá þeim ekki neina sönnun þess að hann sé ekki í haldi Tyrkja, sem hafa verið harðlega gagnrýndir m.a. af Mannréttindadómstóli Evrópu, fyrir að láta fólk hverfa en ef Haukur er á annað borð látinn þá eiga aðstandendur hans heimtingu á því að líkið sé meðhöndlað í samræmi við alþjóðalög.“ Sé það rétt sem tyrknesk stjórnvöld segja, að þau hafi lík Hauks ekki undir höndum, gæti verið að það sé í fjöldagröf eða undir rúst af eina mannvirkinu á svæðinu þar sem sagt er að hann hafi verið drepinn. „Líklegast er þó, samkvæmt frásögnum íbúa Afrín og myndum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, að lík hans liggi á víðavangi, óvarið ágangi dýra.“ Bréfið endar á nokkrum spurningum til Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Vísbendingar um að tyrknesk stjórnvöld meðhöndli lík þeirra sem hersveitir þeirra hafa drepið, þar með talið lík íslensks ríkisborgara (ef hann er þá látinn) sem hvert annað hundshræ, í trássi við alþjóðalög, hljóta að vekja athygli og hneykslan íslenskra stjórnvalda. Því spyrjum við: Ætlið þið enn að halda því fram að þið GETIÐ EKKI haft samband við tyrknesk stjórnvöld og spurt þau að minnsta kosti að því hvort þau hafi staðið við þá skyldu sína að hirða lík af svæðinu, og ef ekki, hversvegna þau telji sér stætt á því? Hafið þið beitt ykkur gagnvart NATO, sem þið sem ríkisstjórn eruð hluti af, og krafist þess að bandalagið gangi hart að tyrkneskum yfirvöldum með kröfu um að þau sinni þeirri skyldu sinni að leita uppi öll lík á svæðinu og koma þeim til aðstandenda? Ef svo er, með hvaða hætti? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ef það er virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar – hvað þarf þá eiginlega til þess að ykkur finnist slík afskipti viðeigandi? Væri afstaða ykkar önnur ef faðir Hauks héti ekki Hilmar Bjarnason, heldur Bjarni Benediktsson eða ef móðir hans væri ekki pistlahöfundur heldur forsætisráðherra?“ Bréf fjölskyldunnar má lesa í heild sinni á vefsíðu Evu. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum Krefur forseta Tyrklands svara og kallar hann mannfýlu í leiðinni. 13. apríl 2018 10:50 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, var í viðtali á BBC South East í gær. Með henni var Dirk Campbell en Anna Campbell dóttir hans lést í Afrin 15. mars síðastliðinn. Viðtalið má finna á vefsíðu BBC en það er ekki aðgengilegt á Íslandi. Campbell, Eva og Hilmar Bjarnason faðir Hauks, skrifuðu opin bréf til stjórnvalda á Íslandi og í Bretlandi og voru fengin í viðtal til þess að ræða stöðu sína. Þau halda því fram að Tyrkland sé að brjóta á Genfarsamningnum með því að ná ekki í líkin. Fjölskyldurnar krefjast þess að Tyrkir þurfi að svara fyrir meðferð sína á líkum þeirra sem létust í innrásinni í Afrín. Campell sagði meðal annars í viðtalinu við BBC: „Engin lík hafa verið sótt frá bardagasvæðinu og liggja því úti á víðavangi. Ég vona að bresk stjórnvöld beiti Tyrki þrýstingi.“ Eva Hauksdóttir var til viðtals á BBC .Stöð2 Brotið gegn alþjóðasáttmálum Eva segir á Facebook síðu sinni að fyrrum prófessor hafi einnig komið fram í umfjöllun BBC og sagt að stjórnvöld í Tyrklandi séu hryðjuverkamenn. Eva mun fara í annað viðtal vegna bréfsins á BBC 2 í dag. Fjölskylda Hauks sendi bréf á forsætis- og utanríkisráðherra Íslands á mánudag en undir það skrifa Hilmar Bjarnason, Fatima Hossaini, Darri Hilmarsson og Eva Hauksdóttir. Í bréfinu er talað um myndir sem birtar hafa verið af líkum í Afrín. „Myndirnar styðja frásagnir heimamanna um ástandið á svæðinu – enn ekki búið að hreinsa upp – og í hlíðunum í kringum borgina liggja líkin fyrir hunda og manna fótum. Rauða krossinum var ekki hleypt inn á svæðið fyrr en í maí og þá aðeins til að hlúa að slösuðum og afhenda nauðsynjar.“ Fjölskyldan segir að það eigi ekki að vera samningsatriði við Tyrki að fá að leita að líkum, það ætti að vera sjálfsagt mál. „Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum ber aðilum að stríðsátökum að hirða lík og veita þeim viðeigandi meðferð tafarlaust, sbr. t.d. 15. gr. Genfarsamnings frá 1949 um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Er þvi vandséð annað en að hér séu bandamenn ykkar Tyrkir að brjóta gegn alþjóðasáttmálum um framferði í stríði.“ Eva beinir spurningum sínum meðal annars til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Líkið gæti verið í fjöldagröf eða á víðavangi Fjölskyldan hefur enn ekki fengið staðfest að Haukur sé látin og segir utanríkisráðuneytið synja sér um gögn sem sýni fram á að Tyrknesk yfirvöld hafi yfirhöfuð tjáð sig um málið. „Við teljum meintar staðhæfingar tyrkneskra yfirvalda um að Haukur sé hvergi á skrá hjá þeim ekki neina sönnun þess að hann sé ekki í haldi Tyrkja, sem hafa verið harðlega gagnrýndir m.a. af Mannréttindadómstóli Evrópu, fyrir að láta fólk hverfa en ef Haukur er á annað borð látinn þá eiga aðstandendur hans heimtingu á því að líkið sé meðhöndlað í samræmi við alþjóðalög.“ Sé það rétt sem tyrknesk stjórnvöld segja, að þau hafi lík Hauks ekki undir höndum, gæti verið að það sé í fjöldagröf eða undir rúst af eina mannvirkinu á svæðinu þar sem sagt er að hann hafi verið drepinn. „Líklegast er þó, samkvæmt frásögnum íbúa Afrín og myndum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, að lík hans liggi á víðavangi, óvarið ágangi dýra.“ Bréfið endar á nokkrum spurningum til Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Vísbendingar um að tyrknesk stjórnvöld meðhöndli lík þeirra sem hersveitir þeirra hafa drepið, þar með talið lík íslensks ríkisborgara (ef hann er þá látinn) sem hvert annað hundshræ, í trássi við alþjóðalög, hljóta að vekja athygli og hneykslan íslenskra stjórnvalda. Því spyrjum við: Ætlið þið enn að halda því fram að þið GETIÐ EKKI haft samband við tyrknesk stjórnvöld og spurt þau að minnsta kosti að því hvort þau hafi staðið við þá skyldu sína að hirða lík af svæðinu, og ef ekki, hversvegna þau telji sér stætt á því? Hafið þið beitt ykkur gagnvart NATO, sem þið sem ríkisstjórn eruð hluti af, og krafist þess að bandalagið gangi hart að tyrkneskum yfirvöldum með kröfu um að þau sinni þeirri skyldu sinni að leita uppi öll lík á svæðinu og koma þeim til aðstandenda? Ef svo er, með hvaða hætti? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ef það er virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar – hvað þarf þá eiginlega til þess að ykkur finnist slík afskipti viðeigandi? Væri afstaða ykkar önnur ef faðir Hauks héti ekki Hilmar Bjarnason, heldur Bjarni Benediktsson eða ef móðir hans væri ekki pistlahöfundur heldur forsætisráðherra?“ Bréf fjölskyldunnar má lesa í heild sinni á vefsíðu Evu.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum Krefur forseta Tyrklands svara og kallar hann mannfýlu í leiðinni. 13. apríl 2018 10:50 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum Krefur forseta Tyrklands svara og kallar hann mannfýlu í leiðinni. 13. apríl 2018 10:50
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45