Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2018 19:56 Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Vísir/Daníel Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45