Þakklát fyrir mikla búbót Hjörvar Ólafsson skrifar 16. maí 2018 17:30 Það eru komnir meiri peningar fyrir frjálsíþróttafólkið okkar. vísir/ernir Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, samþykkti á fundi sínum í upphafi vikunnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aukinheldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrkveitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsambanda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðningsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreksfólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjálsíþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varðandi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistaramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþróttafólki. Frjálsar íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, samþykkti á fundi sínum í upphafi vikunnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aukinheldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrkveitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsambanda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðningsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreksfólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjálsíþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varðandi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistaramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþróttafólki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira