Daði og Helgi til Kosmos og Kaos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 12:15 Grafísku hönnuðirnir Daði og Helgi eru nýjustu liðsmenn hönnunarstofunnar úti á Granda. Hönnunar- og vefstofan Kosmos & Kaos er í örum vexti samhliða aukinni eftirspurn frá atvinnulífinu á stafrænni hönnun. Hefur fyrirtækið nýverið bætt við sig tveim hönnuðum í teymið sem telur nú 6 reynslumikla og fjölbreytta hönnuði undir dyggri leiðsögn Gumma Sig, listræns stjórnanda og eiganda. Hjá Kosmos & Kaos starfa því nú alls 16 reynslumiklir hönnuðir og forritarar segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þeir tveir sem nýverið hófu störf eru Helgi Páll Einarsson og Daði Oddberg. Helgi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskólanum árið 2007 og starfaði lengst af í auglýsingabransanum, en hefur á undanförnum árum einbeitt sér að stafrænni vöruþróun og hönnun fyrir vefinn, fyrst hjá auglýsingastofunni ENNEMM og síðar hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Helgi er áhugamaður um textamál og starfaði um tíma sem textasmiður á auglýsingastofu auk þess að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann býr í Reykjavík ásamt konu og tveimur litlum börnum. Daði Oddberg er grafískur hönnuður útskrifaður úr Listaháskóla Íslands vorið 2017, hann stundaði einnig nám við Kunstthøjskolen í Holbæk í Danmörku. Eftir útskrift fór hann út til Belgíu í starfsnám á hönnunarstofunni Undefined sem sérhæfir sig í stafrænu efni. Daði hefur mikinn áhuga á tækni og hvernig hún getur haft áhrif á framþróun hönnunar. „Það er alltaf góð tilfinning að bæta við góðu fólki og mér finnst okkur hafa tekist að byggja upp sterkt og gott teymi þar sem við ráðumst í hvert verkefni með hjartað að vopni“, segir Gummi Sig. Kosmos & Kaos spilaði veigamikið hlutverki í Stafrænni framtíð Arion banka, verkefni sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir áherslu á notendamiðaða hönnun og rafræna ferla til að auka upplifun viðskiptavinar og lágmarka kostnað. Auk viðurkenninga og verðlauna fyrir vel unnin störf, hefur Kosmos & Kaos fengið viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og vakið athygli fyrir öfluga starfsmannastefnu sem sífellt er í mótun. „Við erum að svara kalla markaðarins“, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri en eftirspurn eftir góðri hönnun hefur sjaldan verið meiri sem og áhersla fyrirtækja á að skara fram úr með notendagildi og upplifun að leiðarljósi. „Með þessum sterka hópi styrkjum við enn stöðu okkar sem fremsta stafræna hönnunarstofan á Íslandi“. Vistaskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hönnunar- og vefstofan Kosmos & Kaos er í örum vexti samhliða aukinni eftirspurn frá atvinnulífinu á stafrænni hönnun. Hefur fyrirtækið nýverið bætt við sig tveim hönnuðum í teymið sem telur nú 6 reynslumikla og fjölbreytta hönnuði undir dyggri leiðsögn Gumma Sig, listræns stjórnanda og eiganda. Hjá Kosmos & Kaos starfa því nú alls 16 reynslumiklir hönnuðir og forritarar segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þeir tveir sem nýverið hófu störf eru Helgi Páll Einarsson og Daði Oddberg. Helgi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskólanum árið 2007 og starfaði lengst af í auglýsingabransanum, en hefur á undanförnum árum einbeitt sér að stafrænni vöruþróun og hönnun fyrir vefinn, fyrst hjá auglýsingastofunni ENNEMM og síðar hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Helgi er áhugamaður um textamál og starfaði um tíma sem textasmiður á auglýsingastofu auk þess að stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hann býr í Reykjavík ásamt konu og tveimur litlum börnum. Daði Oddberg er grafískur hönnuður útskrifaður úr Listaháskóla Íslands vorið 2017, hann stundaði einnig nám við Kunstthøjskolen í Holbæk í Danmörku. Eftir útskrift fór hann út til Belgíu í starfsnám á hönnunarstofunni Undefined sem sérhæfir sig í stafrænu efni. Daði hefur mikinn áhuga á tækni og hvernig hún getur haft áhrif á framþróun hönnunar. „Það er alltaf góð tilfinning að bæta við góðu fólki og mér finnst okkur hafa tekist að byggja upp sterkt og gott teymi þar sem við ráðumst í hvert verkefni með hjartað að vopni“, segir Gummi Sig. Kosmos & Kaos spilaði veigamikið hlutverki í Stafrænni framtíð Arion banka, verkefni sem hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir áherslu á notendamiðaða hönnun og rafræna ferla til að auka upplifun viðskiptavinar og lágmarka kostnað. Auk viðurkenninga og verðlauna fyrir vel unnin störf, hefur Kosmos & Kaos fengið viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og vakið athygli fyrir öfluga starfsmannastefnu sem sífellt er í mótun. „Við erum að svara kalla markaðarins“, segir Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri en eftirspurn eftir góðri hönnun hefur sjaldan verið meiri sem og áhersla fyrirtækja á að skara fram úr með notendagildi og upplifun að leiðarljósi. „Með þessum sterka hópi styrkjum við enn stöðu okkar sem fremsta stafræna hönnunarstofan á Íslandi“.
Vistaskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira