Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Vítaveisla í Garðabænum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi Mikael er hér nýbúinn að dæma víti í leiknum.
Helgi Mikael er hér nýbúinn að dæma víti í leiknum.
Helgi Mikael Jónasson gerði sér lítið fyrir og dæmdi fjórar vítaspyrnur í leik Stjörnunnar og Víkings í gær. Þær voru að sjálfsögðu allar grandskoðaður í Pepsimörkunum í gær.

Hvort lið fékk tvö víti og var skorað úr öllum spyrnunum. Það reyndar af miklu öryggi þess utan.

Álitsgjafar Pepsimarkanna, Reynir Leósson og Hallbera Guðný Gísladóttir, voru nokkuð sammála um að fyrstu þrír vítadómarnir hefðu verið réttir en settu spurningamerki við fjórða vítið sem kom í uppbótartíma. Það víti tryggði Víkingum stig í leiknum.

Vítaveisluna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Alex: Klár vítaspyrna, teikaði mig í teignum

Mikil dramatík var í leik Stjörnunnar og Víkings í lokaleik 3. umferðar Pepsi deildar karla í Garðabænum í kvöld. Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, þar af ein sem Alex Freyr Hilmarsson nældi í í uppbótatíma. Rick Ten Voorde skoraði úr spyrnunni og tryggði Víkingi jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×