Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:51 Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Kosningar 2018 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Kosningar 2018 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira