Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. maí 2018 15:45 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal. Vísir/Heiða Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira