„Fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2018 19:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. VÍSIR/EYÞÓR Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“ Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“
Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00