Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2018 18:45 Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Vísir Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira