Rifust um Borgarlínu: „Það er algjörlega galið að tala svona Sigmundur!“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 13:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir/Skjáskot Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn. Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn.
Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira