Snúningspunkturinn í Sviss Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Íslendingar fögnuðu ógurlega eftir að Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði metin í 4-4 í uppbótartíma gegn Sviss í undankeppni HM 2014. Vísir/Valli Ein stærsta varðan á leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á toppinn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leikmenn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohnsen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðsson niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsilegum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljanlega. Sigur V-Þýskalands á Ungverjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrirboði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugardalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands.Sviss-Ísland undankeppni HM 2014 Landsleikur knattspyrna fótbolti Ísland - SvissFyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppnum. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálftíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðjuna við hlið Arons Einars Gunnarssonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlínunni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðjumanns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Kolbeinn Sigþórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunarmarkið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær tilfinning að skora þrjú mörk í svona mikilvægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunarliðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Ein stærsta varðan á leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á toppinn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leikmenn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohnsen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðsson niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsilegum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljanlega. Sigur V-Þýskalands á Ungverjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrirboði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugardalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands.Sviss-Ísland undankeppni HM 2014 Landsleikur knattspyrna fótbolti Ísland - SvissFyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppnum. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálftíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðjuna við hlið Arons Einars Gunnarssonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlínunni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðjumanns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Kolbeinn Sigþórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunarmarkið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær tilfinning að skora þrjú mörk í svona mikilvægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunarliðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira