Íslenski boltinn

Víkingur samdi við danskan markvörð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nýr markvörður Víkings, Andreas Larsen
Nýr markvörður Víkings, Andreas Larsen vísir/getty
Víkingur hefur fengið til sín markvörðinn Andreas Larsen frá Lyngby í Danmörku. Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag.

Andreas fór með Víkingi í æfingaferð til Tyrklands en félagsskiptin fóru ekki í gegn fyrr vegna meiðsla markmanna hjá Lyngby. Hann er 27 ára gamall og hefur verið með Lyngby síðan 2015.

Róbert Örn Óskarsson varði mark Víkings á síðasta tímabili en hann leikur ekki með félaginu á þessu tímabili vegna meiðsla. Víkingur fékk Aris Vaporakis á láni frá Helsingor fyrir tímabilið en hann meiddist í jafnteflinu við Val í síðustu viku og verður frá í 3-4 vikur.

„Víkingur lýsir yfir ánægju með að hafa samið við Andreas og bindur miklar vonir við að hann standi sig vel hjá félaginu,“ sagði í tilkynningu Víkings.

Víkingur er taplaus í Pepsi deildinni eftir tvær umferðir og sækir Stjörnuna heim í loka leik þriðju umferðar á mánudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×