Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi í Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórarinn Ingi á Stjörnuvellinum í dag.
Þórarinn Ingi á Stjörnuvellinum í dag. Vísir/Böddi
Þórarinn Ingi Valdimarsson er genginn í raðir Stjörnunnar en hann kemur til liðsins frá FH. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. FH-ingar staðfestu að félagið hefði selt Þórarinn Inga til Stjörnunnar.

Þórarinn Ingi skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna en félagaskiptin koma nokkuð á óvart. Fram kemur í fréttatilkynningu að FH er þakkað fyrir „hröð og fagleg“ vinnubrögð í samningaviðræðum félaganna.

Eyjamaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna sem gerði jafntefli við Stjörnuna og tapaði fyrir KR í fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Liðið sló þó út Fylki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla.

Þórarinn Ingi var ónotaður varamaður í fyrstu tveimur deildarleikjum FH í vor en hann hefur undanfarin tvö sumur verið í stóru hlutverki hjá FH-ingum. Hann gekk í raðir FH-inga frá ÍBV fyrir tímabilið 2015.

Hann á að baki fjóra leiki fyrir A-landslið Íslands.

Næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Víkingi á mánudagskvöld klukkan 19.15 og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×