Hættuleg öfl Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun