Innlent

Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu framboðanna sem birt var nú í kvöld.
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu framboðanna sem birt var nú í kvöld. Vísir/gva
Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu framboðanna sem birt var nú í kvöld.

Þar segir að kosningarnar um helgina hafi verið „skýr skilaboð frá kjósendum um breytingar og hafa þessir flokkar ásamt Vinstri grænum meirihluta atkvæða að baki sér. Erum við þess fullviss að samstarf þessara flokka svari kalli kjósenda.“

Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa og fékk fjóra í kosningunum. Samfylkingin missti sömuleiðis einn og fékk einn bæjarfulltrúa. Miðflokkurinn fékk einn, Vinir Mosfellsbæjar fengu einn, Vinstri grænir fengu einn og Viðreisn fékk einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×