Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:00 Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. Fráfarandi meirihlutaflokka í Reykjavík vantar tvo borgarfulltrúa til að vera áfram í meirihluta í borginni og sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins unnið saman með tíu fulltrúa samanlagt ef þeir fengju tvo borgarfulltrúa Viðreisnar til liðs við sig.Engar formlegar viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa átt sér stað og litlar óformlegar viðræður hafa átt sér stað í morgun. Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna segist þó hafa átt óformlegt spjall við fólk úr öðrum flokkum í morgun án þess að tilgreina nánar hvaða fólk það er.„Þetta hefur verið óformlegt spjall um stöðuna, málefnin og tækifærin. Mér finnst vera góður tónn í fólki. Eins hittumst við nýkjörnir borgarfulltrúar í morgun til að fara yfir málin í Valhöll og við erum bjartsýn,“ segir Eyþór. En þótt hann gefi ekki upp við hverja hann hafi talað hafi komið fram að hann hafi meðal annars rætt við viðreisnarfólk.„Ég segi bara; skilaboðin eru skýr. Nýju flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Við boðum breytingar og þeir líka og það er augljóst að við eigum að hlusta á þennan vilja og hann eigi að koma fram í nýjum meirihluta.,“ segir Eyþór.Hann segir góðan samhljóm meðal Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar.„Ágreiningsmálin eru minniháttar en allir voru að gagnrýna stjórn borgarinnar á málefnalegan hátt og komust með öflugum hætti inn.“Ertu að vonast til að þú getir tekið upp formlegar viðræður og þá jafnvel með Viðreisn innanborðs í dag eða á allra næstu dögum?„Ég á kannski ekki vona á að það gerist í dag. En ég á von á að þetta skýrist í vikunni og það verði komin heildarlína í málin. Þetta þarf náttúrlega að liggja fyrir fljótlega en aðal málið er að þetta sé vel gert og standi,“ segir Eyþór Arnalds.Fráfarandi borgarstjórn á enn eftir að halda einn fund hinn 9. júní og verða formleg meirihluta skipti ekki fyrr en að þeim fundi loknum. En eins og Eyþór sagði hér að framan reiknar hann með að línur verði farnar að skýrast fyrir helgina.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00