Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 11:26 Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. Visir.is/sigtryggurari og Vilhelm Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, vilja lýðræðisvæðingu í borgarstjórn. „Hlutverk stjórnvalda er að byggja brýr til fólksins og við höfum talað um það í Vinstri grænum að við þurfum að stokka kerfið upp að þessu leyti og í rauninni lýðræðisvæða það miklu meira þannig að fólk hafi betri aðkomu að ákvarðanatöku, sama hvar það er statt í lífinu,“ segir Líf sem var auk Sönnu gestur í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Lýðræðisvæðing og valdefling hinna valdlausu var raunar meginumfjöllunarefnið á kaffisamsæti Sósíalistaflokksins í gær. Sanna mælti sér ekki mót við neinn flokksformannanna í gær því samtal við baklandið var sett í forgang. Flokkarnir sem fengu kjörna menn inn í borgarstjórn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum þurfa nú að huga að því að mynda meirihlutastjórn. Sanna segir að myndun meirihluta hafi alls ekki verið efst á blaði á fundi með baklandinu í gær. Meginstefið hafi þvert á móti verið að valdefla hina valdlausu og ræða leiðir til að tengjast betur hagsmunasamtökum. Sanna segir að fólkið í „hinni Reykjavík“, eins og Sósíalistar hafa komist að orði í kosningabaráttunni, upplifi tengslaleysi við borgarstjórnina og finnist kerfi borgarinnar ekki þjóna hagsmunum sínum.Það var fjölmennt á fundi Sósíalista í gær. Það sem helst brann á fólki var að finna leiðir til að styrkja enn frekar tengslin við valdalaust fólk.Vísir/eyþór„Þar erum við að tala um láglaunafólk, öryrkja, fátækt fólk, innflytjendur og lífeyrisþega. Hvernig getum við þjónað þessu fólki og unnið með þeim? Það er helsta markmiðið okkar. Eftir þetta kaffisamsæti í gær þá fannst okkur umræðan alltaf fara inn á sviðið um að mynda strax meirihluta og minnihluta og að allir séu einhvern veginn í þannig samræðum en við erum öðruvísi flokkur – við gerum hlutina allt öðruvísi en hinir og brjótum þessar óskráðu reglur – og við viljum leggja áherslu á, kannski ekki endilega að hlaupa strax í þessar umræður um meirihluta og minnihluta með hinum oddvitunum heldur meira að hugsa um það hvað fólkið vill að við gerum. Hvernig við getum best nýtt stöðu okkar til að koma röddum þeirra áfram,“ segir Sanna. Að sögn Sönnu er fyrsta skrefið að meta það hvort þau geri meira gagn í meirihluta eða minnihluta og til standi að gaumgæfa alla möguleika. Aðspurð segir hún jafnframt að það komi til greina að verja meirihlutastjórn gegn því að ná fram tilteknum málum en engin ákvörðun liggur þó fyrir um þetta að svo stöddu. Efst á blaði hjá Sósíalistaflokknum í borgarstjórn er að bæta kjör hinna verst settu og að leysa húsnæðisvandann.Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hitti oddvita fráfarandi meirihluta auk Viðreisnar í kaffispjalli í gær.vísir/vilhelmÞað sem Vinstri hreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á í viðræðum flokkanna um myndun meirihluta er félagsvæðing húsnæðiskerfisins, að vinda ofan af eignamarkaðinum og að jafna aðstöðumun barna. Líf vill taka skref í átt til endurgjaldslauss menntakerfis, það sé leið til þess að mæta fátæku fólki og koma í veg fyrir að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldranna. Líf hitti oddvita fráfarandi meirihluta í borginni auk oddvita Viðreisnar í óformlegu spjalli í gær. Sjá nánar: Tvær fylkingar funda Hún segir að komandi kjörtímabil verði kjörtímabil uppskeru. „En svo er auðvitað gaman að það verður náttúrulega nýr meirihluti sem tekur við, hvernig sem fer,“ segir Líf sem bendir á að það eru fjölmargir möguleikar í stöðunni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, vilja lýðræðisvæðingu í borgarstjórn. „Hlutverk stjórnvalda er að byggja brýr til fólksins og við höfum talað um það í Vinstri grænum að við þurfum að stokka kerfið upp að þessu leyti og í rauninni lýðræðisvæða það miklu meira þannig að fólk hafi betri aðkomu að ákvarðanatöku, sama hvar það er statt í lífinu,“ segir Líf sem var auk Sönnu gestur í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Lýðræðisvæðing og valdefling hinna valdlausu var raunar meginumfjöllunarefnið á kaffisamsæti Sósíalistaflokksins í gær. Sanna mælti sér ekki mót við neinn flokksformannanna í gær því samtal við baklandið var sett í forgang. Flokkarnir sem fengu kjörna menn inn í borgarstjórn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum þurfa nú að huga að því að mynda meirihlutastjórn. Sanna segir að myndun meirihluta hafi alls ekki verið efst á blaði á fundi með baklandinu í gær. Meginstefið hafi þvert á móti verið að valdefla hina valdlausu og ræða leiðir til að tengjast betur hagsmunasamtökum. Sanna segir að fólkið í „hinni Reykjavík“, eins og Sósíalistar hafa komist að orði í kosningabaráttunni, upplifi tengslaleysi við borgarstjórnina og finnist kerfi borgarinnar ekki þjóna hagsmunum sínum.Það var fjölmennt á fundi Sósíalista í gær. Það sem helst brann á fólki var að finna leiðir til að styrkja enn frekar tengslin við valdalaust fólk.Vísir/eyþór„Þar erum við að tala um láglaunafólk, öryrkja, fátækt fólk, innflytjendur og lífeyrisþega. Hvernig getum við þjónað þessu fólki og unnið með þeim? Það er helsta markmiðið okkar. Eftir þetta kaffisamsæti í gær þá fannst okkur umræðan alltaf fara inn á sviðið um að mynda strax meirihluta og minnihluta og að allir séu einhvern veginn í þannig samræðum en við erum öðruvísi flokkur – við gerum hlutina allt öðruvísi en hinir og brjótum þessar óskráðu reglur – og við viljum leggja áherslu á, kannski ekki endilega að hlaupa strax í þessar umræður um meirihluta og minnihluta með hinum oddvitunum heldur meira að hugsa um það hvað fólkið vill að við gerum. Hvernig við getum best nýtt stöðu okkar til að koma röddum þeirra áfram,“ segir Sanna. Að sögn Sönnu er fyrsta skrefið að meta það hvort þau geri meira gagn í meirihluta eða minnihluta og til standi að gaumgæfa alla möguleika. Aðspurð segir hún jafnframt að það komi til greina að verja meirihlutastjórn gegn því að ná fram tilteknum málum en engin ákvörðun liggur þó fyrir um þetta að svo stöddu. Efst á blaði hjá Sósíalistaflokknum í borgarstjórn er að bæta kjör hinna verst settu og að leysa húsnæðisvandann.Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hitti oddvita fráfarandi meirihluta auk Viðreisnar í kaffispjalli í gær.vísir/vilhelmÞað sem Vinstri hreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á í viðræðum flokkanna um myndun meirihluta er félagsvæðing húsnæðiskerfisins, að vinda ofan af eignamarkaðinum og að jafna aðstöðumun barna. Líf vill taka skref í átt til endurgjaldslauss menntakerfis, það sé leið til þess að mæta fátæku fólki og koma í veg fyrir að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldranna. Líf hitti oddvita fráfarandi meirihluta í borginni auk oddvita Viðreisnar í óformlegu spjalli í gær. Sjá nánar: Tvær fylkingar funda Hún segir að komandi kjörtímabil verði kjörtímabil uppskeru. „En svo er auðvitað gaman að það verður náttúrulega nýr meirihluti sem tekur við, hvernig sem fer,“ segir Líf sem bendir á að það eru fjölmargir möguleikar í stöðunni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00