Viðskipti innlent

Þorsteinn krefst 5,6 milljarða frá Kópavogsbæ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Töluvert hefur verið byggt á Vatnsendajörðinni.
Töluvert hefur verið byggt á Vatnsendajörðinni. Vísir/Pjetur

Þorsteinn Hjaltested, ábúandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ til greiðslu 5,6 milljarða í eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007.



Þetta kemur fram í tilkynningu Kópavogsbæjar til Kauphallar í morgun. Þar kemur fram að auk þess geri Þorsteinn kröfu um „viðurkenningu á tilteknum réttindum er leiða af eignarnámssátt sem aðilar gerðu 30. janúar 2007.“



Í tilkynningunni segir jafnframt að Kópavogsbær muni taka til varna og krefjast sýknu af kröfum Þorsteins.



Þar kemur einnig fram að Þorsteinn hafi tvívegis stefnt Kópavogsbæ vegna eignarnámsins en í bæði skiptin var málunum vísað frá dómi.


Tengdar fréttir

Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við?

Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×