Fyrrverandi leikmaður Fram og Breiðabliks dæmdur fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:15 Dómari í Lyngby las upp dóminn yfir Hans Fróða Hansen í gær. Skjáskot Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi. Dómsmál Norðurlönd Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi.
Dómsmál Norðurlönd Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira